Blöðrubólga og mjaðjurt

28.10.2018

Góðan daginn Ég hef barist við blöðrubólgu allt frá unglingsárunum og gengið mis vel að halda henni í skefjum, nú hef eg byrjað að drekka mjaðjurtar te frá Önnu Rósu Grasalækni sem hefur gengið vonum framar, en af því að ég er byrjuð að reyna að verða ólétt þá fór ég að googla jurtina og það er mælt alfarið gegn því að barnshafandi mæður taki inn Mjaðjurt. Það sem mig langar að spyrja hvort þið mæltu með einhverju sem fyrirbyggjandi fyrir verðandi mæður annað en trönuberja safa (drekk mikið af honum) eða sýklalif? Og hvort þið hafið einhverja reynslu af mjaðjurt eða öðrum teum frá Önnu Rósu?

Heil og sæl, meðferð til fyrirbyggingar er aðallega trönuberin og að reyna sýra þvagið með því. Við höfum ekki reynslu af mjaðjurt þar sem ekki er mælt með henni á meðgöngunni. Auðvitað er líka mælt með því að drekka vel og pissa mikið. Gangi þér vel.