Kattarklór

29.10.2018

Hæhæ ég hef heyrt að saur katta geti verið skaðlegur fóstrinu. Ég lenti í því að köttur náði að klóra mig og kom smá skeina eftir það, getur það verið hættulegt? Komin 30 vikur og kötturinn er útikisa. MBK

Heil og sæl, í svona tilfellum þarf að hreinsa sárið vel aðallega til að koma í veg fyrir sýkingar þ.e. ef rof er á húðinni. Annars er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Gangi þér vel.