Spurt og svarað

30. október 2018

Fitumagn í brjóstamjólk - fyrirspurn

Sælar, Kannski kjánaleg spurning en ég læt vaða. Er einhver leið til þess að auka firumagn í brjóstamjólk? Ég er vel að mér í flestu sem tengist brjóstagjöf og þekki þetta með samsetningu brjóstamjólkurinnar (þunn fyrst og næring og fita þegar líður á gjöfina.) En mér er fyrirmunað að skilja hvernig sumar mæður grennast hratt og vel á meðan þær eru með barn á brjósti (og börnin oftast svo feit og fín) á meðan aðrar (ég td) fitna á þessu tímabili og barnið slank (framleiðsla brjóstamjólkur hjá mér er samt fín og barnið þyngist 150-200 gr á viku)

Heil og sæl, já þetta getur verið ráðgáta. Barnið þitt þyngist samt alveg ágætlega. Ég kann ekki ráð til að auka magn fitu í mjólkinni en þó að margar konur grennist við brjóstagjöfina þá er það samt svo að talsverður hópur  kvenna þyngist á meðan brjóstagjöf stendur. Það er hormónatengt og sumir hafa tengt þetta svefnleysi, þreytu og streitu móður. Þá fer líkaminn að framleiða streituhormón og þau eru fitandi. Svo að það er best að reyna að vera streitulaus, útsofinn og borða hollan mat í hófi regulega. Þetta hljómar mjög einfalt en er kannski ekki svo mjög einfalt í útfærslu samt. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.