Þrystingur í klofi

01.11.2018

Er komin 16 vikur og síðustu 2 vikur er ég búin að vera versnandi með meiri og meiri þrysting í klofinu, átta mig ekki alveg á hvar en líklegast alveg við leggöngin.. ég átti fyrirbura síðast og er ég alveg að farast úr kvíða við að missa þetta of snemma... fékk þennan þrysting aldrei fyrr en við fæðingu síðast. Þegar ég geng, kúka, stundum þegar eg sit þá kemur þrystingurinn, enginn verkur í kring fylgir bara þessi sári þeystingur.. ég var með mikla grindargliðnum á fyrri meðgöngu og var frá vinnu frá 12 v en þetta tengist ekkert því samkvæmt fyrri reynslu. Ég er búin að láta ljósu vita en hún bókaði tima hjá fæðingalækni aðalega utaf ahættumeðgogu og sagdi eg gæti nefnt þetta við hann. Það er meira en 2 vikur í þann tíma sem mögulega sendir mig í skoðun eða ekki. Hvað á ég að gera?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að tala betur við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og segja henni að þér líði illa yfir þessu og að þú treystir þér ekki til að bíða í tvær vikur til viðbótar. Þú getur líka rætt málið við lækni. Gangi þér vel.