Ljósbleik útferð

02.11.2018

Sælar, Ég er komin 7vikur á leið og í gær þegar ég lá upp í rúmi fann ég fyrir smá óþægindum í kviðnum og þegar ég fór á salernið þá kom ljósbleik útferð í pappírinn? Er það eðlilegt eða eitthvað til að hafa áhyggjur af? Kær kveðja

Heil og sæl, þetta getur alveg verið eðlilegt og ef ekki kemur meira né neinir verkir þá er ekki ástæða til að gera neitt frekar í málinu. Gangi þér vel.