Hormónalykkjan og miklir verkir

02.11.2018

Góðan daginn. Ég fæddi mitt fyrsta barn fyrir 5 mánuðum og eftir það fékk ég strax mjög miklar blæðingar þar sem dóttir mín vildi ekki brjóstið og hrikalega verki sem líktust hríðum. Mér var því ráðlagt af fæðingarlækninum mínum að fara á hormónalykkjuna. Hún ræddi kosti og galla og íhugaði ég þetta vel og lengi og ákvað að fara á hana. Hún var sett upp á fullkomnum tíma og sagði læknirinn sem setti hana upp að allt liti vel út og ætti ekki að vera mikið vesen. En núna eru liðnar þrjár vikur og ég er búin að vera með vægast sagt ógeðslega verki sem byrja í kringum 10 á morgnana og hætta um 16-17 á daginn. Ég var sett á lykkjuna klukkan 11 og veit ekki hvort það tengist því en það blæðir einungis á þeim tíma þegar verkurinn er. En núna spyr ég, er eðlilegt að vera með svona mikla verki að verkjatöflur virka ekki og stundum fæ ég uppköst að sökum verkja. Mér þykir þetta rosalega erfitt og reynir mikið á mig og bakið mitt því þeir leiða í mjóbakið. Þetta er sérstaklega leiðinlegt þar sem ég er ein alla daga með dóttir mína og næ ekki að njóta þessa almennilega með þessa verki. Er hægt að gera eitthvað í þessu að þessu linnir eða ætti ég að bíða lengur? Fyrirfram þakkir.

Heil og sæl, það er alls ekki eðlilegt að vera með svona slæma verki eins og þú lýsir. Þú verður að leita læknis. Gangi þér vel.