Fersk ber á meðgöngu

03.11.2018

Hæ, hæ ég hef verið að velta fyrir mér með ber, bláber, jaraber ofl. Meiga ófrískar konur ekki borð fersk ber án þess að sjóða þau? Nú veit ég að það er ráðlagt að sjóða frosin ber í 1 mín. Ef ég kaupi fersk bláber og helli sjóðandi vatni yfir í smá stund og frysti svo? Ætti það ekki að vera í lagi? Er alveg sjúk í frosin ber :) Þakkir fyrir flottan vef Með kveðju

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að þvo allt grænmeti og ávexti áður en þú borðar. Það er óþarfi að sjóða ber en þú mátt það auðvitað ef þú vilt. Það ætti samt alveg að nægja að þvo þau bara. Gangi þér vel.