Spurt og svarað

17. febrúar 2007

Baldrian við svefnleysi

Sælar og takk fyrir gagnlegan vef.

Mig langar að spyrja hvort það sé í lagi að taka Baldrian- B+ frá Drogen´s
á meðgöngu. Það er  skv. pakkningum extakt af rót garðabrúðu 75 mg sem
samsvarar 112-225 mg af dróga. Ég er stutt gengin, um 6 vikur, en ég sef
alveg rosalega illa og á erfitt með að sofna á kvöldin og  mér er sagt að
þetta hjálpi.
Það stendur á pakkninguni að reynsla liggi ekki fyrir varðandi meðgöngu,
en að það sé í lagi að nota lyfið á fyrsta þriðjungi að læknisráði. Mér
þykja þetta ruglingslegar upplýsingar og er ekki viss hvort ég eigi að
taka þetta. Hvað teljið þið að sé rétt að gera og eigið þð einhver önnur
ráð handa mér.

Fyrirfram þökk, frúin.Sæl og blessuð!

Ég hef ekki heyrt um þetta áður, en þær upplýsingar sem ég finn um þetta, segja að það hafi ekki verið sýnt fram á að þetta sé öruggt á meðgöngu. Þar sem þetta er ekki vitað með vissu þá finnst mér að þú ættir að láta barnið njóta vafans og sleppa því að taka þetta inn.
Vonandi getur þú funndið einhverjar aðrar leiðir til að hjálpa þér að sofna.


Bestu kveðjur og sofðu vel!
Halla Björg Lárusdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
17.feb, 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.