Er fóstrið að vaxa eðlilega?

03.11.2018

Góðan daginn. Ég fór í snemmsónar því er með sögu um dulið fósturlát og þá mældi fóstrið 10 vikur og 5 dagar. Og svo þegar ég fór í 12 vikna ómskoðun tveimur vikum seinna mældi fóstrið 12 vikur og 4 dagar (í staðinn fyrir 5). Er fóstrið ekki að vaxa eðlilega? Flestar vinkonur mínar eru með fóstrið sem vaxa hraðar en dagar sem eru búnir al líða.. Ekki öfugt... Getur þetta verið B12 eða járnskortu (ég borða ekki kjöt) og af hverju er það ekki mælt í 12vikna blóðprúfu? Takk kærlega fyrir.

Heil og sæl, þú þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu þetta er svo lítill munur. Þú skalt ræða málið betur við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.