Olia

03.11.2018

Hæhæ, nú er ég með 1 viku gamla stelpu sem er mjög þurr og var mér sagt að gott væri að setja oliu á hana, en þá spyr ég er í lagi að nota bara venjulega isio4 mataroliu eða á ég að kaupa einhverja sérstaka oliu :)?

Heil og sæl, þú getur notað hvað ilmefnalausa og hreina olíu sem er. Það er nú líklega oftar sem ólívuolía er notuð en isio4 en hún er samt í lagi. Gangi þér vel.