Kláði eftir saumaskap

11.11.2018

Til að byrja með, takk fyrir frábæran vef ?? Nú átti eg son minn fyrir viku síðan og fór í heljarinnar saumaskap. Núna viku síðar er kominn mjög mikill kláði þarna niðri, er allt að því viðþolslaus af kláða. Hef verið með bindi og grunar að þau séu helst til of rakadræg. Eru einhver bindi sem þið mælið með frekar en önnur eða gæti þetta verið sveppasýking og hvað þ+a?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að láta skoða þig. Mér þykir frekar trúlegt að þú sért með sveppasýkingu. Gangi þér vel.