Fáránlega stuttur tíðahringur

12.11.2018

Sælar og takk fyrir frábæran og upp fræðandi vef. Ég er orðin ansi áhyggjufull hvað varðar tíðahringinn minn en ég átti barn með keisaraskurði í júní sl, allt hefur gengið ágætlega fyrir utan sýkingu sem ég fékk í skurðinn sem var meðhöndluð strax og allt gekk vel. Eftir að ég byrjaði á blæðingum (er ekki með barn á brjósti og ekki á getnaðarvörn) hef ég verið á blæðingum eftirfarandi daga 20-23 ágúst 15-18 sept 30 sept-3 okt 14-17 okt 26-29 okt Ooog ég er nokkuð viss um að ég sé að byrja aftur núna. (12 nov) Blæðingarnar hafa verið nokkuð eðlilegar en til að byrja með kom mikið af storknuðu, brúnleitu blóði og ég er mjög orkulítil og alltafþreytt þrátt fyrir að dásamlega barnið mitt sofi alltaf alla nóttina. Er þetta blæðinga dæmi eðlilegt? Ég finn ekkert um það á síðunni ykkar.

Heil og sæl, þetta er nú ansi stuttur hringur. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér  vel.