Hreyfingar í maga eftir barnsburð

20.11.2018

Komiði sæl, takk fyrir þennan frábæra vef! Ég var daglegur gestur hingað nánast alla meðgönguna og vikurnar á eftir. Núna er sonur minn orðinn átta mánaða og er ég farin að finna fyrir eins og fósturhreyfingum seint á kvöldin og sérstaklega þegar ég leggst á bakið þegar ég fer að sofa. Ég er handviss um að ég sé ekki ólétt og því var ég að velta fyrir mér hvort það geti verið önnur skýring á þessu?

Heil og sæl, gott að heyra að vefurinn hafi nýst þér vel á meðgöngunni.  Líklegast er þarna um þarmahreyfingar að ræða og loft sem færist til. Það eru ekki margt annað sem getur valdið þessari tilfinningu. Gangi þér vel.