Blóðnasir

29.11.2018

Hæ, er komin 34 vikur + 5 daga, hef verið að fá þetta af og til en núna mikið meira þar sem ég verð stífluð í nefinu (oftast á næturnar) svo þegar ég snýti mér þá er þetta bara blóðugt slím köklar og alveg mikið . svo byrjar blóð að lega úr nefinu. Er þetta eðlilegt eða ætti ég að heyra í ljósmóður minni?

Heil og sæl, ef þú ert með einhver önnur einkenni með t.d. höfuðverk, mikinn bjúg eða eitthvað þessháttar skaltu ræða við ljósmóðurina þína. Annars er slímhúðin oft mjög viðkvæm og oft þarf mjög lítið til að það byrji að blæða úr nefi. Ef þetta er mjög mikið og á hverri nóttu ráðlegg ég þér að láta kíkja upp í nefið á þér á heilsugæslunni, kannski þarf að brenna fyrir  eða að minnsta kosti er gott að greina hvað veldur blæðingunni.