Þyngd

29.11.2018

Hææ eg by I noregi og er med eina litla 3 manada hun var I skodun I dag og maeldist 5,6 kg hun faeddist 3,2 og datt strax nidur I 2,9 nuna er verid ad segja ad hun se alltof lett samt kem eg bara ekki meir mat heldur en hun bordar oni hana þannig min spurning er hvad er normal þyngd fyrir 3 manada börn?

Heil og sæl, það er erfitt að segja hver er normal þyngd fyrir 3 mánaða þar sem börn fæðast mjög misþung og þyngdin við 3 mánaða aldur miðast við það. Ef barnið dafnar vel og þroskast, er ánægt og pissar vel þá tel ég ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Horfðu á barnið í heild frekar en að einblína á vigtina. Gangi ykkur vel.