Jákvætt próf 4 dögum fyrir blæðingar

30.11.2018

Ég tók óléttupróf rétt í þessu og það kom jákvætt. Ég ætti að byrja á blæðingum eftir 4 daga og er búin að vera alltof mikið á google að lesa og komin með smá áhyggjur að þetta sé "false positive" Er hægt að fá falskt jákvætt próf ?Sumir segja að hcg hormónið komi þegar maður byrjar á blæðingum og geti þ.a.l. sýnt jákvætt á prófi? Er með nokkur einkenni: mikil þreyta, bakverki, aum brjóst og mikil svengd. Ætla að panta tíma hjá lækni sem fyrst en spurningin er þá sú að er ég ekki mjög líklega ólétt þá ?

Heil og sæl, ég reikna með því að þú sért ófrísk fyrst þú hefur jákvætt þungunarpróf. Þú getur endurtekið prófið þegar þú ert komin vel framyfir áætlaðan fyrsta dag blæðinga ef þú vilt fá frekari staðfestingu. Gangi þér vel.