Spurt og svarað

30. nóvember 2018

Lykkjan - blæðingar/ólett

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef, ég lét setja upp lykkjuna núna fyrir nokkru en lét taka hana úr eftir mánuð. Við ákváðum að leggja í eitt kríli í lokin :) Það blæddi 2-3 dögum eftir að lykkjan var tekin í ca sólarhring, og svo ekki meira. Núna eru komnar 5 vikur frá því að lykkjan var tekin og ég er ekki enn farin á blæðingar, eg var með egglos fyrir 10 - 12 dögum síðan (eg notði clerblu digital egglosapróf),og ég tók ólettu próf í gær en það var neikvætt. Ég er búin að vera með smá svona glæra útferð og ég held alltaf að ég se að fara að byrja en ekkert kemur. Ætti ég ekki að fara að fara að byrja á blæðingum miðað við ég var með egglos og 5 vikur frá þvi að lykkjan var tekin ? Kveðja Ég :)

Sæl og blessuð, blæðingar eru 14 dögum eftir egglos ef engin frjóvgun á sér stað svo líklega ertu að detta í blæðingar núna. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.