Meðganga eftir andvana fæðingu

02.12.2018

Langaði að byrja á að þakka fyrir frábæran og fróðlegan vef hjá ykkur. Ég fæddi son minn andvana eftir 28 vikna meðgöngu. Ljósmóðirin okkar talaði um að leyfa leginu og því að gróa fyrstu 6 vikurnar eftir fæðinguna og svo væri allt í góðu að byrja aftur. Svo var ég að lesa aðeins hérna að aður ætti að bíða amk 1 tíðahring (Sem gæti reyndar haft átt sér stað á þessum 6 vikum) áður en maður reynir aftur. Þannig mín spurning er í raun bara sú, er í lagi að stunda samfarir eftir þessar 6 vikur án varna og ef ég yrði ólett væri það ekki allt í lagi? mbk

Heil og sæl, já það er í lagi ef þér finnst þú vera tilbúin í að fara í aðra meðgöngu. Það er ef til vill ekki sérlega líklegt að verða barnshafandi alveg strax en ef það gerist þá er það alveg í lagi. Gangi ykkur vel.