Berneise sósa á meðgöngu og parmaskinka

02.12.2018

Sælar Takk fyrir góðan vef. Ég er að velta fyrir mér er í lagi að borða berneise sósu ef hún er heimagerð og ef hún er heit við afhendingu á mat t.d á matsölustöðum? Ég er líka á báðum áttum með parmaskinku, er hún í lagi eða á að sleppa henni alveg?

Heil og sæl, ef að eru hrá egg í bernaise sósu þá er ráðlagt að sleppa henni nema hún hafi verið hituð að suðumarki. Parmaskinka flokkast undir hrátt kjöt og það bera að varast á meðgöngu. Gangi þér vel.