mikil útferð á meðgöngu

03.12.2018

Sæl Ég er komin með 19 vikur núna og hef verið með mikla útferð frá fyrstu vikum. Þetta er ljós útferð, eiginlega eins og þvag bara, engin lykt eða kláði. Þetta er c.a 4-5x á dag, alla daga og meira með hverjum degi. Stundum er bara eins og þetta sé þvag, því þetta er alveg frekar mikið. Hversvegna kemur þetta?

Heil og sæl, það er ekki gott að segja til um hvað þetta er án þess að skoða þig. Ég ráðlegg þér að ræða þetta annaðhvort við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd eða þá lækninn þinn. Ef til vill þarf að taka sýni og rannsaka. Gangi þér vel.