Spurt og svarað

06. desember 2018

Depoprovera

Góðan dag, Ég er á depoprovera og hef verið a henni í um 2 ár nuna. Ég sprautaði mig seinast 25.10.18 & á að sprauta aftur í janúar. Ég og kærastanum mínum langar að fara huga að barneignum á næsta ári & eftir að hafa lesið ýmsar umsagnir og barneignir eftir að hætta á depoprovera þá er ég orðin frekar stressuð á að það taki langan tíma að eignast barn eftir að maður hættir. Er timanlegt fyrir mig að fara hætta a depoprovera ef að eg vil ná að vera ólett á næsta ári? Hef heyrt að það geti tekið 1-2 ár að verða ólett

Heil og sæl, það er ómögulegt að segja hvað það tekur langan tíma að verða þunguð. Það er alveg þekkt að það geti tekið nokkurn tíma eftir að notkun depoprovera er hætt en ég veit líka til þess að þungun tókst strax í fyrsta tíðahring. Það er þó líklegra algengara að það taki nokkurn tíma að verða þunguð svo ég ráðlegg þér að reikna frekar með því. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.