Depoprovera

06.12.2018

Góðan dag, Ég er á depoprovera og hef verið a henni í um 2 ár nuna. Ég sprautaði mig seinast 25.10.18 & á að sprauta aftur í janúar. Ég og kærastanum mínum langar að fara huga að barneignum á næsta ári & eftir að hafa lesið ýmsar umsagnir og barneignir eftir að hætta á depoprovera þá er ég orðin frekar stressuð á að það taki langan tíma að eignast barn eftir að maður hættir. Er timanlegt fyrir mig að fara hætta a depoprovera ef að eg vil ná að vera ólett á næsta ári? Hef heyrt að það geti tekið 1-2 ár að verða ólett

Heil og sæl, það er ómögulegt að segja hvað það tekur langan tíma að verða þunguð. Það er alveg þekkt að það geti tekið nokkurn tíma eftir að notkun depoprovera er hætt en ég veit líka til þess að þungun tókst strax í fyrsta tíðahring. Það er þó líklegra algengara að það taki nokkurn tíma að verða þunguð svo ég ráðlegg þér að reikna frekar með því. Gangi ykkur vel.