lykkjan og uppköst?

06.12.2018

Hæ, ég fékk lykkjuna eftir ég átti barnið mitt og átti í farsælu sambandi með henni í rúmt ár. Skyndilega fór mig að verkja í kynlífi og leitaði ég fljótlega til kvensjúkdómalæknis. Í þeirri skoðun kom ekkert út annað en að allt leit vel út og lykkjan á sínum stað. Einnig ég kvartaði yfir eymslum utan frá. þ.e. ég var aum í kringum nafla og þar fyrir neðan þegar ég strauk yfir magann. Svo byrjaði ég bara á blæðingum 2 dögum seinna og hef síðan alltaf farið á blæðingar nema hvað að ég kasta alltaf upp öllu líka, fæ niðurgang og er mjög skrítin í maganum alltaf svona fyrsta sólarhringinn en svo er ég á blæðingum í alveg 10 daga. Ég er að upplifa minn 3ja svona hring og bara 3 mánuðir síðan ég fór til læknis til að byrja með. Ég var ekki svona áður en ég fékk lykkjuna né áður en ég átti barnið. Er þetta kannski ekkert óvanalegt? Ég er strax orðin kvíðin fyrir næstu blæðingum.

Heil og sæl, ég mundi nú segja að þetta væri heldur óvanalegt og ég ráðlegg þér að leita aftur til læknis vegna þessara einkenna, þetta þarf að skoða betur. Gangi þér vel.