Hormónalykkjan

09.12.2018

Góðan daginn Ég eignaðist barn í maí 2017 og lét setja upp hormónalykkjuna í júní/júli. Ég var á stanslausum blæðingum í ca 1 mánuð og svo hættu þær. Ég fór seinna og lét klippa á þræðina á lykkjunni af því maðurinn minn fann svo mikið fyrir þeim, eftir það þá hef ég verið að fara á blæðingar á svona 2 mánaða fresti, mjög litlar og ekki eins og áður en ég setti upp lykkjuna. Getur verið að lykkjan hafi dottið úr?

Heil og sæl, ég reikna með því að lykkjan sé á sínum stað þar sem þú ert á svo litlum blæðingum. Ef að lykkjan væri ekki til staðar þá værir þú með blæðingar eins og áður. Gangi þér  vel.