Fyrirspurn

11.12.2018

Góðan dag, Mig langar að forvitnast í tengslum við fyrstu blæðingar eftir fæðingu. Strákurinn minn er 4ra mánaða í dag og í gær (föstudag) þá var ég búin að vera á blæðingum í 2 vikur og virðist ekki að þær séu að taka enda.... ég byrjaði að taka pilluna á fyrsta degi blæðinga... er eðlilegt að þetta sé svona langur tími? Fyrir meðgöngu var ég max 5 daga á blæðingum.

Komdu sæl og blessuð, þetta er nú frekar langur tími verð ég að segja. Ef þetta er ekki búið núna þá ráðleggg ég þér að ræða málið við kvensjúdómalækni. Ef blæðingarnar eru búnar núna getur þú séð til í næsta hring hvernig þetta verður þá og ef blæðingarnar eru þá ekki eins og venjulega þá skaltu ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.