Svitalyktaeyðir

29.09.2008
Góðan daginn.

Ég er er komin átta vikur á leið. Ég var að skoða síðuna hjá ykkur þegar ég rakst á umsögn um svitastoppara. Ég fór þá og las aftaná svitalyktaeyðinn sem ég nota og þar stóð Aluminum Clorohydrate en ekki Aluminum Chloride (eins og talað var um í þessari umfjöllun um svitastoppara). Er þetta eitt og sama efnið, eða er í lagi að nota svitalyktaeyði með Aluminum Chlorohydrate?? (mér sýndist þetta efni líka vera í flestum svitalyktaeyðum úti í búð)...


TAkk fyrir,Ein sem er að velta hlutunum fyrir sér... :)
Sæl
Eftir því sem ég kemst næst er þetta nánast sama efnið.  Það er rétt sem þú nefnir að svo virðist að eitthvað magn sé af þessu í flestum tegundum af svitalyktaeyði. Eins og fram kom í svari mínu vegna Maxim svitastoppara hér á síðunni þá hafa rannsóknir ekki sýnt fram á skaðsemi þessara efna.  Almennt tel ég konum sé óhætt að nota þær tegundir svitalyktaeyðis sem fást hér á landi á meðgöngu.   Framleiðendur Maxim svitastopparans tekur þó einhverra hluta vegna fram að hann sé ekki æskilegur á meðgöngu. Það er sjálfsagt að fara eftir því.

Með von um að þetta hjálpi,


Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23. September 2008