Spurt og svarað

29. september 2008

Svitalyktaeyðir

Góðan daginn.

Ég er er komin átta vikur á leið. Ég var að skoða síðuna hjá ykkur þegar ég rakst á umsögn um svitastoppara. Ég fór þá og las aftaná svitalyktaeyðinn sem ég nota og þar stóð Aluminum Clorohydrate en ekki Aluminum Chloride (eins og talað var um í þessari umfjöllun um svitastoppara). Er þetta eitt og sama efnið, eða er í lagi að nota svitalyktaeyði með Aluminum Chlorohydrate?? (mér sýndist þetta efni líka vera í flestum svitalyktaeyðum úti í búð)...


TAkk fyrir,Ein sem er að velta hlutunum fyrir sér... :)
Sæl
Eftir því sem ég kemst næst er þetta nánast sama efnið.  Það er rétt sem þú nefnir að svo virðist að eitthvað magn sé af þessu í flestum tegundum af svitalyktaeyði. Eins og fram kom í svari mínu vegna Maxim svitastoppara hér á síðunni þá hafa rannsóknir ekki sýnt fram á skaðsemi þessara efna.  Almennt tel ég konum sé óhætt að nota þær tegundir svitalyktaeyðis sem fást hér á landi á meðgöngu.   Framleiðendur Maxim svitastopparans tekur þó einhverra hluta vegna fram að hann sé ekki æskilegur á meðgöngu. Það er sjálfsagt að fara eftir því.

Með von um að þetta hjálpi,


Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23. September 2008

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.