Ferðast med barn.

15.12.2018

Hæhæ. Smá fórvitinn, hvenær er best ad ferðast med barn innanlands og utan?

Sæl og blessuð, það fer bæði eftir veðri og vindum. Almennt séð þarf barnið að vaxa og dafna eðlilega og vera komið í fæðingarþyngd áður en ráðlegt er að leggja í ferðalög. Svo fer það líka eftir því hvert þú ert að ferðast, ef þú ert á leið til staða með aðgengi að heilsugæslu og aðstoð ef að þú þarft á að halda. Það er því ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu. Gangi þér vel.