sviti og svimi

22.11.2014

Hæhæ.
Ég ætlaði að athuga, ég er komin sirka 4-6 vikur á leið og vaknaði í nótt með mikinn verk í maganum. Ég fór á klósettið og svimaði þvílíkt og fékk ofur svitakast, svitnaði endalaust í framan og bara endalaust. En þetta  stóð stutt yfir. Hvað getur þetta verið?


Sæl og blessuð, ég held ekki að þessir skyndilegu miklu magaverkir tengist meðgöngunni þar sem þeir stóðu svona stutt yfir. Verkirnir gætu hugsanlega verið tengdir einhverri magapest, það eru að ganga allskonar pestir. Það eru eðlileg viðbrögð við miklum verkjum að svitna og svima. Næst stig hefði líklega verið að liðið hefði yfir þig ef verkirnir hefðu haldið áfram á sömu braut. Ef þessir kviðverkir halda áfram eða þú færð hita þá ráðlegg ég þér að leita til læknis. Vonandi er þetta samt bara gengið yfir og þú hress
Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur