Járnlykt af brjóstamjólkinni

19.12.2018

Hæhæ, Nú er ég með 5 vikna barn á brjósti. Það hefur gengið brösuglega þar sem ég missti mjólkina útaf stressi. Mjólkin er að koma hægt til baka en það er rosalega mikil járnlykt af henni. Ég er aðeins undir mörkum að vera ekki með nóg blóð en er að taka eina duroferon á dag. Afhverju er járnlykt af mjólkinni og hvað get ég gert? Fyrirfram þakkir.

Heil og sæl, það getur verið lykt af duroferoninu sem þú ert að taka. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu eða gera neitt. Þetta er eðlilegt. Gangi þér vel.