Spurt og svarað

19. desember 2018

Nýburi með magapílur

Góðan dag, ég er með tveggja vikna strák sem er byrjaður að fá smá magapílur endrum og sinnum seinnipart dags. Hann herpist allur til og lætur í sér heyra í smá stund og svo dettur allt í dúna logn. Í kringum miðnætti fær hann svona pílur og rembingsköst og varir það í ca 1,5 klst. Hann grætur ekki mikið en verður argur og öskrar í smá stund en yfirleitt er hægt að hugga hann áður en næsta píla kemur. Þessu fylgir prump og miklar kúkableyjur. Ég er að velta fyrir mér hvort svona pílur séu yfir höfuð eðlilegar og hvað sé hægt að gera til að forða honum frá þessum óþægindum. Takktakk

Heil og sæl, já þetta er frekar algengt vandamál og lítið við þessu að gera. Gott að útiloka samt að eitthvað sé að, það er reyndar mjög ólíklegt þar sem þetta er á svipuðum tíma sem er dæmigert fyrir ungbarnakveislu. Ef eitthvað væri að honum þá væri það á hvaða tíma sem er.  Ég ráðlegg þér að ræða málið við ungbarnaverndina sem kemur til þín og sjá hvort þær luma á einhverjum ráðum. Oftast hættir þetta á nokkrum vikum án þess að nokkuð sé að gert. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.