Lífbein- Verkir eftir fæðingu

26.12.2018

Hæhæ, ég átti barn fyrir 3 mánuðum síðan, var búin að vera með verki niður í lífbein á meðgöngunni og var ég klippt í fæðingunni. Ég byrjaði svo að fara á æfingar fyrir ca 2 vikum, alls búin að fara á 5 æfingar og finn fyrir óþægindum/þreytu niður í lífbein eftir æfingar. Einnig hef ég verið að finna fyrir því á kvöldin, eins og jafnvel bólgu eftir daginn? Einnig ef ég passa ekki upp á mataræðið og fæ harðlífi fæ ég illt í lífbeinið við mikinn rembing. Er þetta eitthvað sem ég ætti að láta skoða betur eða bara alveg eðlilegt.

Heil og sæl, mér heyrist eins og þú þurfir meiri tíma til að jafna þig eftir meögönguna og fæðinguna. Ef þetta truflar þig mikið þá getur þú rætt málið við lækninn þinn. Það er einstaklingsbundið hve langan tíma það tekur að ná sér að fullu eftir grindarverki. Gangi þér vel.