3 vikna froðukenndar hægðir

27.12.2018

Góðan dag, Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Hann er að mestu vær, sefur 4-6 klst á nóttinni en annars fer hann á brjóst 2-3 klst fresti. Hann hefur þyngst vel hingað til. Hann verður stundum óvær og prumpar mikið um miðnætti en það gengur yfirleitt yfir á 1-2 klst. Síðustu daga höfum við tekið eftir að hann hefur freyðandi hægðir (eins og sáðufroða þegar þær koma út) en þær eru gular og kornóttar. Gæti þetta verið formjólkurkveisa eða einhverskonar mjólkur ójafnvægi? Ég reyni að láta hann klára úr hvoru brjósti í hvert skipti sem hann drekkur. Takktakk

Heil og sæl, mér sýnist á lýsingu þinni að þetta séu alveg eðlilegar mjólkurhægðir. Þú getur tekið mynd af þessu og sýnt í ungbarnaverndinni en þetta hljómar alveg eðlilega. Gangi þér vel,