Spurt og svarað

27. desember 2018

3 vikna froðukenndar hægðir

Góðan dag, Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Hann er að mestu vær, sefur 4-6 klst á nóttinni en annars fer hann á brjóst 2-3 klst fresti. Hann hefur þyngst vel hingað til. Hann verður stundum óvær og prumpar mikið um miðnætti en það gengur yfirleitt yfir á 1-2 klst. Síðustu daga höfum við tekið eftir að hann hefur freyðandi hægðir (eins og sáðufroða þegar þær koma út) en þær eru gular og kornóttar. Gæti þetta verið formjólkurkveisa eða einhverskonar mjólkur ójafnvægi? Ég reyni að láta hann klára úr hvoru brjósti í hvert skipti sem hann drekkur. Takktakk

Heil og sæl, mér sýnist á lýsingu þinni að þetta séu alveg eðlilegar mjólkurhægðir. Þú getur tekið mynd af þessu og sýnt í ungbarnaverndinni en þetta hljómar alveg eðlilega. Gangi þér vel, 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.