Kaffihús með ungabarn

27.12.2018

Hæhæ, hvað á ungabarn að vera gamalt þegar maður má fara með það á kaffihús/veitingastað ?

Heil og sæl, það er erfitt að segja til um það. Stundum er talað um að barn verið að vera amk. 4 vikna áður en farið er með það á mannamót. Svo má benda á það að sængurlega telst 6 vikur, eftir það á líkami móðurinnar að vera kominn í fyrra horf og brjóstagjöf í farveg og móðir og barn farin að þekkja hvort annað vel. Talað er um að móðir og barn eigi að vera í sem mestri ró í upphafi til að kynnast og jafna sig eftir fæðinguna. Svo er líka gott að hafa í huga að núna er flensutíðin að ná hámarki og ýmsar aðrar pestir eru í gangi sem berast með öndunarfæra/úðasmiti svo gott er að halda barninu frá því með því að vera ekki innan um mannfjölda. Svo má lika hugsa að ef allt gengur vel og þú ert að fara á rólegum tíma þegar ekki er mannmargt eða mikill ys á kaffihúsi þá er kannski allt í lagi að fara. Semsagt það er ekkert eitt rétt svar við þessari spuriningu, þú notar bara þitt innsæi og brjóstvit til að meta það. Gangi ykkur vel.