Hljóðbylgjur

27.12.2018

Sæl ég er búin að vera að velta þessu lengi fyrir mér og reynt að leita mér upplýsiningar á netinu en ég finn ekkert um þetta. En málið er að ég vinn í skartgriðabúð þar sem er notað ultrasonic cleaner tæki til að þrífa skartgripi. Hefur svona tæki einhver áhrif á barnið? Þetta er að valda mér miklum kvíða að vita ekkert um þetta og ég er í raun meiri kvíða að fá svo að vita svarið ef þetta er slæmt.

Heil og sæl, ég hef ekki heyrt um að þetta sé slæmt fyrir barnið þitt. Ef að þú setur þetta ekki á eigin líkama ætti þetta ekki að hafa nein áhrif. Gangi þér vel.