Spurt og svarað

29. desember 2018

Verkir í hægri síðu

Év er komin tæp 25 vikur og er nú búin að vera með mikla verki sem kemur og fer í hægri síðu í um það bil 2 vikur. Þegar verkurinn kemur er vont að lyfta hægri löpp frá jörðu. Allt í einu t.d. í búð eða heima þá get ég ekki hreyft mig þar sem verkurinn verður það mikill neðarlega í hægri síðu þegar ég fæ hann. Ekkert er að sjá eða finna þegar þreyft er. Ég virðist ekki geta ýtt á verkinn. Ég á flug eftir 2 vikur og velti því fyrir mér hvort sé einhver hætta í gangi með þessa verki, þeir aukast frá degi til dags? Þetta er önnur meðganga og á fyrri meðgöngu átti ég á 35 viku án nokkurra skýringa. En þessir verkir tengjast ekki grindargliðnuninni þar sem èg veit hvernig þeir eru.

Heil og sæl, það er erfitt að segja til um það án þess að skoða þig hvað gæti verið um að ræða. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og biðja hana um að meta hvað þarna gæti verið á ferðinni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.