Spurt og svarað

10. október 2007

Svitna á nóttunni

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Málið er að ég er komin 39 vikur núna og ég svitna svo svakalega á nóttunni og er búin að gera það síðan á 20. viku. Ég þarf að skipta um bol 2svar-3svar á hverri nóttu, viðra sængina og þvo rúmföt á hverjum degi. Er þetta eðlilegt? Af hverju er þetta svona?

Ég hef heyrt að þetta geti tengst brjóstamjólkinni eitthvað en þýðir það þá að þetta eigi eftir að versna þegar ég er búin að eiga?Sælar!

Með svona nætursvita eins og þú lýsir þekki ég aðallega fyrstu dagana og vikurnar eftir fæðinguna, ég hef ekki heyrt um svona mikinn svita á meðgöngu, nema að konum á meðgöngu er alltaf heitt. Það er meiri bruni í líkamanum hjá konum á meðgöngu og eftir fæðingu miðað við ekki þungaðar konur. Hvort það tengist aukinni svitamyndun - þori ég ekki að segja um - ég tel það ráðlegt hjá þér að ræða við þinn lækni um það hvort hann hafi einhverjar skýringar á þessu.   

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. október 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.