Kakó

29.12.2018

Sæl, það er talað um að súkkulaði geti farið illa í börn á brjósti, er það kakóið í súkkulaðinu sem fer illa í þau? Eða ætti að vera í lagi að nota kakó í mat og bakstur þó svo að súkkulaði fari illa í magann á þeim?

Heil og sæl, það er einstaklingsbundið hvað fer vel í börn og hvað ekki. Ég ráðlegg þér að borða það sem þú vilt og vera ekki fyrirfram að forðast neitt. Ef barnið verður ómögulegt er hægt að hugsa um hvort eitthvað gæti verið í þínu mataræði sem hefði áhrif á barnið. Flest börn þola flesta fæðu. Gangi þér vel.