mjög miklar blæðingar

30.12.2018

góðan dag. Ég var að byrja á fyrstu blæðingum eftir fæðingu í gær. (12 mánuðum eftir fæðinguna) Ég tók fljótlega eftir að magnið var verulegt svo ég sauð og græjaði álfabikarinn i gærkvöldi og fór að sofa með hann og bindi. Eftir að hafa sofið í 4 tíma var bikarinn fullur og hellingur í bindinu, og sama eftir aðra 4 tíma nema þá var bindið líka svo fullt að það tók ekki við meiru og það var komið út fyrir og í gegnum yfirdýnuna á rúminu. Eftir aðra 4 tíma nú í vöku hefur 2 farið fram hjá birkanum þó hann sé ekki alveg fullur, en i þessi tvö skipti var hann samt meira en hálffullur. Ég ræð ekki við neitt og kvíði næstu nótt. Eg sé á google að fyrstu/aðrar blæðingar geta verið miklar, en þetta er bara rugl. Það rúmast 36 ml í bikarnum þegar hann er smekkfullur. Er þetta eh sem eg ætti að hafa áhyggjur af? blæðingarnar eru tærar, ekki með miklum sjáanlegum kekkjum/lifrum eða hvað það nú kallast og tiltölulegar lyktarlitlar m.v. venjulega bestu kveðjur

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að að sjá til með þetta. Blæðingarnar eru vissulega miklar og þú getur hitt heimilislækninn þinn ef þér finnst þetta enn vera mjög mikið og hægt er að fá töflur sem draga úr blæðingu. Það er ekkert víst að þetta verði svona í næsta hring. Einnig er hægt að ræða málið við kvensjúkdómalækni ef þú vilt. Gangi þér vel.