Spurt og svarað

02. janúar 2019

Á koparlykkju en engar blæðingar

Sæl Ég er 30 og hef ég verið á koparlykkjunni í 4 og hálft ár. Hef nánast verið regluleg allan tíma með þá nokkra daga mismun. Hringurinn minn er 35-42 daga og yfirleitt alltaf fengið góða túrverki of heavy blæðingar. Núna var síðasti dagur venjulegra blæðinga 11 nóvember svo ég hefði átt að fara á blæðingar rétt fyrir jól. En það kom einungis smá bleikt slím þegar ég fór á klósettið í nokkra daga ekki beint blæðingar. Það hætti alveg 25 des og hefur ekki komið aftur nema við samfarir, þá kom örlítið eftirá. Ég er komin 2 vikur framyfir búin að taka próf sem var neikvætt. Veit ekki hvað ég á að halda hef ekki lent í þessu áður. Er ég ófrísk, eða er þetta eðlilegt?

Heil og sæl, líkast til ertu ekki ófrísk fyrst að þungunarpróf er neikvætt. Það  getur komið fyrir að einar blæðingar detti út án þess að neitt sé að og oft lagast þetta án þess að neitt sé aðgert og allt verður í lagi í næsta hring. Ef þú ert óróleg yfir þessu og engar blæðingar gera vart við sig þá getur þú hitt kvensjúkdómalækni og rætt málið við hann. Gangi þér vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.