Fylgjusýnataka

06.01.2019

Hæhæ Ég og konan mín erum að reyna eignast okkar fyrsta barn og erum bæði rétt rúmlega 30 ára. Við erum ákveðin í því að vilja fá fylgjusýnatöku þegar að því kemur en höfum heyrt af fólki sem ráðlagt er að gera það ekki. Er það ekki alltaf í boði fyrir alla sem vilja og gera sér grein fyrir áhættu og öðru eða er þetta bara ef einhvað er óeðilegt i öðrum skoðunum sem þetta er gert?

Heil og sæl, fylgjusýnataka á við í ákveðnum tilfellum. Almennt séð ef ekkert sérstakt er að eða neinir erfðasjúkdómar í fjölskyldu þá er ekki boðið upp á fylgjusýntöku. Öllum stendur hinsvegar til boða hnakkaþykktarmæling/samþætt líkindamat og ef hún gefur vísbendingar um að eitthvað sé að þá er hugsanlega farið í  fylgjusýnatöku í kjölfarið. Hér eru frekari upplýsingar um fylgjusýnatöku.  Gangi ykkur vel.