Neikvætt próf, en ólettu einkenni

07.01.2019

Daginn, Ég er núna komin 7 daga framyfir. Síðustu blæðingar voru 28nóv-2 des. En ég er búin að vera með smá einkenni síðustu 1 - 2 vikur. Ógleði,(sem er að aukast) skrýtna verki/óþægindi og seiðing. Svo hef ég reykt síðustu ár, en öll löngun í sígarettur hvarf daginn fyrir fyrsta dag sem ég átti að byrja á túr. Svo hef ég verið alveg hrikalega þyrst og sama hvað ég drekk mikið, mér fynst ég altaf vera þyrst og þurr í munninum Er búin að taka nokkur próf, og síðast núna í morgun. En þau eru öll neikvæð. Gæti verið að ég sé að drekka of mikið af vatni og það sé ástæðan fyrir að það komi ekki upp á prófi ? Eru sum próf betri/verri en önnur ?

Heil og sæl, ef að endurtekin þungunarpróf eru neikvæð þá eru hverfandi litlar líkur á því að þú sért ófrísk. Það er einfaldast að leita til læknis með þessi einkenni og ég ráðlegg þér að hitta heimilislækninn þinn og ræða málið við hann. Gangi þér vel.