Gangsetning vegna uppgjafar/þunglyndis

07.01.2019

hæhæ Ég er gengin núna 35 vikur og ég get ekki meir. Líkaminn minn er alveg búin á því, Ég get nánast ekkert hreyft mig, þarf aðstoð við flest allt og sú tilhugsun að það geti ennþá verið 5-7 vikur eftir af þessu hræðir mig ólýsanlega mikið. Það sem er verst er að ég er orðin reið við barnið mitt. Ég veit að það er ekki lógískt og ekki sanngjarnt en ég kenni því um það hvernig mér líður. Eins og það hafi fest mig í þessu fangelsi sem mér finnst ég vera í. Alltaf þegar ég finn hreyfingar verð ég pirruð og reið og langar bara að gráta. Ég verð bara reiðari og reiðari með hverjum degi sem líður og er hrædd um að ég eigi ekki eftir að geta tengst barninu mínu eðlilega eftir þessa upplifun Er það aldrei gert að konur séu settar af stað fyrr þegar staðan er svona? Það að barnið komi út sem fyrst er það eina sem ég sé sem einhverskonar lausn.

Heil og sæl ég ráðlegg þér að fara og ræða þetta mál við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Hvað varðar gangsetningar þá er hvert tilfelli skoðað sérstaklega og metið. Þú ert þó komin það stutt að það yrði ekki gert á þessum tímapunkti. Gangi þér vel.