Stanslaus kláði á börmum

08.01.2019

Hæ, ég er komin 32 vikur og er búin að vera með kláða á börnunum síðan á 12 viku. Ég fekk rosalega sveppsýkingu sem ég loksins losnaði við á 24 viku en þessi kláði hefur ekkert minkað. Ég klóra mér mikið á nóttunni og fer stundum í sturtu um miðja nótt bara til að deyfa niður kláðann. Er byrjuð að hafa ahyggjur að þetta sé ekkert að fara að hætta. Er þetta einhvað sem konur eru oft að lenda í á meðgöngu?

Heil og sæl nei þetta er ekki eitthvað sem hægt er að flokka undir meðgöngukvilla. Ertu viss um að þú sért laus við sveppasýkinguna? Ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína eða lækni í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.