Skrítnar blæðingar og mikil útferð

08.01.2019

Hæ, er á óreglulegum hring fór seinast á blæðingar 30 des. Mjög skírnar blæðingar, dökkt blóð og örlitlir kekkir stöku sinnum og svo var lika eins og brún útferð á meðan, alls ekki miklar blæðingar eiginlega bara litlar, er alltaf bara á blæðingum í 3-4 daga og venjulegt magn bara. Fann mikið til í brjóstunum og leginu í ca viku fyrir 30 des en svo fór það eiginlega allt en samt er eins og brjóstin séu ennþa að stækka núna og geirvörturnar. Eftir blæðingarnar er ég með frekar mikla útferð og sérstaklega þegar eg þarf að pissa þá lekur allt út.. svo pissa eg mjög ört. Hver gæti verið aðal ástæðan fyrir þessum blæðingum og útferðinni? Mbk

Heil og sæl, það er ómögulegt að segja til um það án þess að skoða þig hvað gæti verið að hrjá þig. Ég ráðlegg þér að leita til læknis með þessi einkenni og svo þarf að athuga þvagið hjá þér þar sem þú pissar svo oft. Gangi þér vel.