Spurt og svarað

08. janúar 2019

Skrítnar blæðingar og mikil útferð

Hæ, er á óreglulegum hring fór seinast á blæðingar 30 des. Mjög skírnar blæðingar, dökkt blóð og örlitlir kekkir stöku sinnum og svo var lika eins og brún útferð á meðan, alls ekki miklar blæðingar eiginlega bara litlar, er alltaf bara á blæðingum í 3-4 daga og venjulegt magn bara. Fann mikið til í brjóstunum og leginu í ca viku fyrir 30 des en svo fór það eiginlega allt en samt er eins og brjóstin séu ennþa að stækka núna og geirvörturnar. Eftir blæðingarnar er ég með frekar mikla útferð og sérstaklega þegar eg þarf að pissa þá lekur allt út.. svo pissa eg mjög ört. Hver gæti verið aðal ástæðan fyrir þessum blæðingum og útferðinni? Mbk

Heil og sæl, það er ómögulegt að segja til um það án þess að skoða þig hvað gæti verið að hrjá þig. Ég ráðlegg þér að leita til læknis með þessi einkenni og svo þarf að athuga þvagið hjá þér þar sem þú pissar svo oft. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.