Ólétt

09.01.2019

Hæ. Ég er með mjög reglulegar blæðingar og veit alltaf hvenær ég er að byrja. Ég fór síðast á blæðingar 7. desember sem varaði í einn og hálfan dag, mjög litlar blæðingar. Ég ákvað að taka þungunarpróf áðan vegna þess að ég er búin að vera mjög aum í brjóstunum og ekki byrjuð á blæðingum. Það kom jákvætt og því spyr ég, hver eru næstu skref hjá mér? Á ég að panta strax tíma hjá kvennsjúkdómalækni? Eg veit engan vegin hversu langt ég er komin! Takk fyrir

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að hringja í heilsugæslustöðina þar sem þú ætlar að vera í meðgönguvernd og fá tíma hjá ljósmóður þú getur líka fengið símatíma hjá henni og þið getið ákveðið næstu skref. Gangi þér vel.