Þungunarrof

10.01.2019

Góðan daginn, nú fór ég í fóstureyðingu eða í þungunarrof eins og það er kallað. Og ég fór að velta því fyrir mér hversu lengi það tekur líkamann að hætta með ólettu einkenni eins og t.d. ógleði. Kv.

Heil og sæl, það er aðeins einstaklingsbundið en það á ekki að vera langur tími, einhverjir dagar er algengast. Gangi þér vel.