Langar í annað barn

11.01.2019

Sæl og kærar þakkir fyrir góðan og gagnlegan vel Nú langar okkur hjónum í annað barn, síðast var ég ófrísk eftir að reyna 2-3 mánuði en það eru nokkur ár síðan. Er líklegt að ég verði jafn ''fljótt'' ófrísk aftur núna? Hætti á pillunni fyrir nokkrum mánuðum, tek fólinsýru og lýsi. Nú erum við að byrja að reyna en er eitthvað sem ég get gert til að auka líkurnar á getnaði? Ég er með reglulegan tíðarhring og við reynum annan hvern dag kring um egglos Bestu kveðjur

Heil og sæl, það er ómögulegt að segja hve langan tíma það tekur fyrir þig að verða ófrísk núna. ÞAð besta til að auka líkur á getnað er það sem þú ert að gera. Hugsa vel um sig, lifa heilbrigðu lífi og stunda reglulegt kynlíf. Gangi ykkur vel.