Keisari og bað

16.01.2019

Heil og sæl og takk fyrir fróðlegan og gagnlegar vef. Þannig er mál með vexti að fyrir tæplega 6 vikum endaði ég í neyðarkeisara sem gekk vel. Bataferlið gekk vel og ég var laus við þvaglegginn eftir 8 klst og komin á ról. Allt hefur gengið vel eftir aðgerðina, skurðurinn var flottur og hreinn og ekkert vesen þar. Finn ennþá verki "inní" mér og er ennþá eins og smá dofin yfir skurðsvæðinu að utanverðu. Úthreinsunin er búin hjá mér og þess vegna spyr ég. Hvenær er óhætt fyrir mig að fara í bað? Er orðin þreytt á endalausum sturtuferðum og er farin að þrá smá kósístund fyrir mig í baði. Hvenær er sýkingarhættan gengin yfir og í lagi varðandi skurðinn og þess háttar að fara í bað? Fyrirfram þakkir

Heil og sæl, þú getur farið í bað núna strax. Allt er gróið. Gangi þér vel.