Spurt og svarað

18. janúar 2019

7 vikna og svefn

Góðan dag, Ég vildi leita ráða vegna svefns hjá 7 vikna barni á brjósti. Síðan hann hefur verið 2-3 vikna hefur hann sofið heila nótt eða ca 5-6klst svo vaknar hann og drekkur og sefur aftur í 4-5klst. Að sjálfsögðu höfum við foreldrarnir verið mjög ánægð með þetta og barnið dafnar vel, þyngist og lengist. Hann hefur verið að sækja í sig veðrið smátt og smátt en núna sefur hann frá 23-11 með einni góðri drykkjarpásu um morguninn. Svo sefur hann tvo lúra á daginn hver um sig 2-3 klst. Vegna þessa eru vökustundirnar hans ekki margar og okkur finnst við fá lítinn tíma til að spjalla við hann. Hann er byrjaður að hjala og brosa en ég hef samt sem áður áhyggjur að hann sé ekki að þroskast nóg vegna mikils svefns. Geta ungabörn sofið of mikið? Einnig er ég að spá hvort ég ætti að verða mér útum vog til að vigta hann reglulega, hann hefur verið að þyngjast vel (yfir meðaltali) og vætir margar bleyjur en nú er langt þangað til hann fer næst á heilsugæsluna í mælingu og ég er farin að velta fyrir mér hvort hann er að ná að þyngjast nóg útaf þessum mikla svefni. Hann drekkur um 5-6 x úr ofur fullum brjóstum og virðist ekki vera svangur þess á milli en allstaðar sem ég sé er miðað við 8 gjafir á sólarhring. Hvernig er best að vigta ungabörn heima ? Er ég að hafa óþarfa áhyggjur?

Heil og sæl, já ég tel að þetta séu óþarfa áhyggjur. Mér heyrist þú hafa eignast draumabarnið sem drekkur vel og þyngist. Er vær og góður og þroskast eðlilega. Þetta getur breyst snögglega og hann getur farið að sofa minna það er þó ekki víst. Það er engin ástæða til að vera að vigta hann heima ef hann drekkur vel, pissar mikið er vær og dafnar almennt vel. Njótið hans bara áhyggjulaus. Það er ekki langt í 9 vikna skoðunina og það er alveg nóg að vigta hann þá og skoða. Gangi ykkur vel.  

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.