Spurt og svarað

20. janúar 2019

Einn dagur blæðing

Var á blæðingum 14 des 2018. Og átti að byrja 10 jan 2019 og byrjaði ekki á túr og fór um 7 daga fram yfir og fór svo bara á mjög litlar blæðingar og bara 1 dag, sem sagt bara túr yfir daginn og fyrst kom brúnleit og svo smá rautt með og svo eiginlega ekkert meir enn hef ekki tekið aftur olettuprufu eftir þessar blæðingar. En var að spá er hægt að fá svona mikla seinkun á túr og ekki verið ólétt? Er þetta bara svona miklar hormonatruflanir hjá mér? Ég er búin núna að vera reyna ólétt í 1 ár og reyna eignast 3 barnið. En er með smá ólettueinkenni, mikil þreytta smá ógleði og er illt í brjostunum, verkir í mjobaki og er með turverkir en engar blæðingar

Heil og sæl, jú stundum koma einhverjar hormónatruflanir sem rugla blæðingarnar. Ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf til að fullvissa þig um að þú sért ekki þunguð og ef það er neikvætt getur þú annaðhvort séð til einn tíðahring í viðbót, stundum lagast blæðingaóregla án þess að neitt sé að gert, eða þú getur rætt málið við kvensjúkdómalækni. Það getur líka verið gott þar sem þú ert að reyna að verða ófrísk og þá er ekki hjálplegt að hafa óreglu á blæðingum. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.