Svelgist á við gjöf

21.01.2019

Sæl, Strákurinn minn er 5 daga gamall og tekur vel í brjóstagjöfina og aldrei verið neitt vesen. Enn núna síðustu 2 daga þá svelgist honum á þegar hann drekkur og mér finnst eins og hann nái ekki andanum nema ég taki hann frá brjóstinu. Getur þú sagt mér hvort þetta sé eðlilegt eða hvort ég sé að gera eitthvað rangt?

Heil og sæl, þú er örugglega ekki að gera neitt rangt. Er ekki bara komin svo mikil mjólk í þig og rennur svo vel að hann hefur ekki undan að drekka. Gangi þér vel.